mánudagur, apríl 27, 2009

Kosningar að baki

Allir hafa sigrað nema Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndir, sem þurrkuðust út. Bjarni Ben er Svarti Pétur sem enginn vill sitja uppi með. Tapflokkarnir töluðu gegn ESB fyrir kosningar.

Fjórir flokkar hrósa hins vegar sigri. Þeir segja allir að þjóðin hafi kosið þeirra stefnu. Hvernig væri að þeir mynduðu allir saman stóra og kröftugan stjórnarmeirihluta? Yrðu þá ekki málin að leysast snarlega milli flokkanna? Vel mætti ímynda sér að meira kæmist í verk á skemmri tíma.

Aðildarviðræður við ESB væru lýðræðisleg nauðsyn fyrir slíka stjórn. VG gætu lyft höndum í kurteisislegri uppgjöf og sagt: "Ókei, ókei, látum þá þjóðina ráða. Lýðræðisleg vinnubrögð gera meira gagn en þjóðernisrómantík."

Ráðherrar í þannig stjórn mættu hins vegar gjarnan vera utanaðkomandi. Þeim virðist fremur treyst. Þingmenn gætu þá einbeitt sér að því að búa til skynsamleg lög. Það er jú hlutverk þeirra.