þriðjudagur, desember 30, 2008

Jóladraugurinn - jólasagan 2008

Það var Þorláksmessukvöld og ríka fjölskyldan Garabíala var búin að stafla pökkum við hliðina á jólatrénu. Þau fengu alltaf mikið af pökkum en fannst það bara fínt. Þau vildu alls ekki gefa fátæku börnunum neitt. Þau voru svo eigingjörn. Garabíala fjölskyldan vissi ekki að þeim yrði refsað fyrir það.

Já, mikil ósköp. Þeim var sko refsað. Jú, það var þannig að Maja Garabíala sá draug. Hann sagði þetta: Taktu helminginn af pökkunum í Rauða krossinn eða ég tek alla pakkana og fer með þá sjálfur.

Nauts, sagði Maja Garabíala. Svo, já draugurinn tók alla pakkana nema fimm (þau voru fimm í fjölskyldunni) og fór með þá í Rauða krossinn.

En Garabíala fjölskyldan fékk að launum hamingjusömustu jól ævi sinnar.

höfundur: Birta Líf

Engin ummæli:

Skrifa ummæli