miðvikudagur, desember 17, 2008

Stafsetning - æfing 1

Íslendingar hafa löngum sótt sjóinn af dug og ósérhlífni. Ferðamennirnir stigu stirðir út úr langferðabifreiðinni. Kliður fór um litríkan hópinn þegar Geysir spýtti ógnarheitri gufusúlunni þráðbeint upp í heiðríkt morgunloftið. Kjötbollurnar verður að brúna hæfilega svo að bragð þeirra fái notið sín. Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað í kjölfar afleitrar afkomu bílaframleiðenda um allan heim. Sigrún kemur blaðskellandi inn í stofuna með sultuslettur á grófmunstruðum kjólgopanum. Börnin klára allar baunirnar og kartöflurnar og bíða stillt meðan allholdug móðir þeirra leggur skjálfandi vanillubúðing á matarborðið. Formaður verkalýðsfélagsins hló með sjálfum sér og gerði formhreina kúlu úr horinu sem hann náði úr nefinu sólarmegin.

3 ummæli:

  1. Vild´ég væri þessi allholduga móðir, hvað eru börnin mörg?

    SvaraEyða
  2. Þetta þykir mér skemmtileg bloggfærsla.

    SvaraEyða